Belgía kemur skemmtilega á óvart því þegar maður hugsar um þetta litla land í mið Evrópu er kannski ekki margt áhugavert sem manni kemur til hugar. En samt sem áður þekkja allir belgískt súkkulaði, belgískar vöfflur, hinar sígildu teiknimyndasögur um hinn hárprúða Tinna og af sjálfsögðu bjórana sem að þetta litla land hefur upp á að bjóða.
Ég lét góðan draum rætast um daginn og fór, ásamt góðum og fögrum hóp vina, í bjórleiðangur til fyrirheitna landsins fyrir stuttu. Við áttum þar stefnumót við nokkur brugghús stór sem smærri eins og t.d. Hoegaarden og Browerij Huyghe sem framleiðir meðal annars hinn fræga Delerium Tremens. Því miður gátum við ekki heimsótt neitt af hinum frægu Trappist klaustrum þar sem aðgangur almennings er ansi takmarkaður en við bættum úr því og smökkuðum einfaldlega alla þá bjóra sem þessir þögglu en snjöllu munnkar framleiða.
Það verður að segjast að úrval belgískra bjóra í vínbúðunum er hið sæmilegasta og er skylda hvers og eins sem kallar sig bjórnörd eða bara áhugamann að sleppa hinum venjulega lager einhvern tímann og versla sér einn eða fimmBelga. Þar er meðal annars að finna eðalbjóra eins og Orval, Chimay, Westmalle, Duvel, Hoegaarden og Delerium Tremens.
Athugasemdir
Ég hef gaman af að smakka bjór. Þú verður að halda bjórkynningu einhvern daginn.
Hrannar Baldursson, 7.5.2007 kl. 17:18
Ég væri alveg til í það, er reyndar að setja saman bjórnámskeið fyrir Vínskólann. Skilst að áhugi manna á alvöru bjór sé meiri en ég hélt...sem er bara gott mál :)
Kv. Eymar
Eymar Plédel Jónsson, 7.5.2007 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.