Barnaleg hegðun sem að gagnast engum!

Þessi frétt er tekin af vef ÁTVR www.vinbud.is þar sem er sagt frá úrskurði í kærumáli Reynis Traustasonar gegn ÁTVR:

 Lögreglustjórinn hefur vísað frá kæru Reynis Traustasonar gegn ÁTVR, en fyrrverandi ritstjóri Mannlífs og Ísafoldar kærði ÁTVR fyrir brot gegn banni við áfengisauglýsingum. Í kærunni er vísað til útgáfu Vínblaðsins sem og fræðslubæklings, sem gefinn var út vegna þemadaga.

Í bréfi lögreglustjóra segir að ekki sé um auglýsingar að ræða heldur uppýsingar sem ÁTVR veiti sem einkaleyfishafi í skilningi laga.

Lögreglan ásamt Lýðheilsustofnun höfðu áður kært Reyni fyrir áfengisauglýsingar í tímaritunum Ísafold og Mannlífi. Við skýrslutöku í mars síðastliðnum kærði Reynir ÁTVR fyrir brot sem hann taldi sambærilegt því sem honum væri gefið að sök. 

 Þetta er af sjálfsögðu bara kjánalegt. Og kemur ekki að neinu gagni. Hefði nú haldið að maður sem er fyrrum ritstjóri tveggja virtra blaða gæti nú sleppt því að haga sér eins og unglingur sem þarf að hefna fyrir stríðni.

 Ekki merkileg færsla en fannst þetta af sjálfsögðu svolítið fyndið.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband