Færsluflokkur: Bloggar

Árgangstafla

argangstaflaÁrgangstafla er tól sem að allir ættu að eiga greiðan aðgang að. Það eru ekki margir sem geta lagt svona á minnið en oftast festast nú eftirminnilegir árgangar í minnið.

Það er samt sem áður ýmislegt sem ber að hafa í huga þegar svona tafla er skoðuð og jafnvel notuð:

1) Árgangstöflur eru mismunandi eftir hver birtir hana, t.d. gæti ég alveg gefið út "Árgangstöflu Eymars" og sett svo inn það sem mér finnst um mismunandi árganga. Þannig að árgangstöflur eru og munu alltaf vera mismunandi.

2) Þó svo að tiltekinn árgangur fái ekki góða einkunn er ekki þar með sagt að öll vín þessa árs frá tilteknu landi séu slæm. Þetta er heildareinkunn, oft miðuð við veðurfar þessa árs (þ.e.a.s. ef að fagmenn eru að verki), sem er gefin til viðmiðunar og geta góðir framleiðendur alveg búið til gott vín á slæmu ári.

Hér læt ég fylgja með árgangstöflu sem ég fann á vefsíðu Berry Brothers & Rudd, sem er ein elsta vínbúð Evrópu - ef ekki sú elsta í heiminum. Þeir eru miklir fagmenn í þessu sviði og er það þess vegna sem ég leyfði mér að "stela" henni til að deila henni með ykkur. Vonandikemur hún að einhverju gagni Wink


Belgískir bjórar

Belgía kemur skemmtilega á óvart því þegar maður hugsar um þetta litla land í mið Evrópu er kannski ekki margt áhugavert sem manni kemur til hugar. En samt sem áður þekkja allir belgískt súkkulaði, belgískar vöfflur, hinar sígildu teiknimyndasögur um hinn hárprúða Tinna og af sjálfsögðu bjórana sem að þetta litla land hefur upp á að bjóða. 

pink_elephantÉg lét góðan draum rætast um daginn og fór, ásamt góðum og fögrum hóp vina, í bjórleiðangur til fyrirheitna landsins fyrir stuttu. Við áttum þar stefnumót við nokkur brugghús stór sem smærri eins og t.d. Hoegaarden og Browerij Huyghe sem framleiðir meðal annars hinn fræga Delerium Tremens. Því miður gátum við ekki heimsótt neitt af hinum frægu Trappist klaustrum þar sem aðgangur almennings er ansi takmarkaður en við bættum úr því og smökkuðum einfaldlega alla þá bjóra sem þessir þögglu en snjöllu munnkar framleiða.

Það verður að segjast að úrval belgískra bjóra í vínbúðunum er hið sæmilegasta og er skylda hvers og eins sem kallar sig bjórnörd eða bara áhugamann að sleppa hinum venjulega lager einhvern tímann og versla sér einn eða fimmBelga. Þar er meðal annars að finna eðalbjóra eins og Orval, Chimay, Westmalle, Duvel, Hoegaarden og Delerium Tremens.


Fyrsta færlsan

wine-glassEins og slóð þessarar bloggsíðu gefur til kynna mun ég í tómstundum mínum skrifa niður pælingar tengdar vínum eins fjarsóttar og þær kunna að vera. Áhugi minn á þessu sviði er stundum of mikill og virðist blogg vera góður vettvangur fyrir fólk að fá útrás fyrir sínum skoðunum og áhugamálum.
 
Hvet alla sem kíkja hérna við að skrifa athugasemd nema að það sé leiðindaathugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband